Hraðahindrun við gönguljós á Kársnesbraut

Hraðahindrun við gönguljós á Kársnesbraut

Lagt er til að lögð verði hraðahindrun við gangbraut yfir Kársnesbraut þar sem gönguljós eru. Bílaumferð á Kársnesbraut er hröð og eru gönguljósin helsta tenging byggðar fyrir neðan Kársnesbraut á þessu svæði. Fjöldi barna fer yfir gangbrautina á háumferðartíma. Talsvert hefur borið á því að akandi vegfarendur taki ekki eftir umferðaljósunum og keyri yfir á rauðu ljósi. Það myndi vekja athygli ökumanna að bæta við hraðahindrun sem mun koma í veg fyrir slys.

Points

Oft hefur legið við slysi á þessu svæði og tel ég mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir öryggi barna í umferðinni sem eru svo heppin að fá að ganga og hjóla sjálf til skóla í rólega hverfinu okkar, að bætt verði úr og hættur sem stafa af því að þvera Kársnesbraut á gönguljósunum verði takmörkuð eins og hægt er. Þá er þung umferð flutningabíla um Kársnesbrautina vegna framkvæmda utar á Kársnesinu og mikilvægt að vekja meiri athygli á ljósunum og hægja á umferðinni með því að bæta við hraðahindrun.

Mjög mikill hraði þarna allan sólarhringinn. Gangstéttin norðanmegin er það þröng að þegar börn koma upp tröppurnar frá Huldubraut að götuljósunum þá eru þau nánast komin inn á akstursbrautina þar sem meðalhraðinn er langt yfir því sem er löglegt. Þung ökutæki sem eiga ekki séns á að stöðva ef barn kemur þarna upp frá tröppunum og fer inn á götuna. Það gefur augaleið þegar horft er á myndina að það er of auðvelt að keyra greitt þarna sem alltof margir gera.

Alltod hröð umferð og ekki hvetjandi fyrir börn að ganga í skólann vegna umferðarhraðans. Foreldrar myndu án efa hvetja börnin til að ganga í skólann ef það kæmi hraðahindrun sem myndi þá fækka bílaumferð við Kársnesskóla sem er gríðarleg þegar allir keyra börnunum sínum í skólann :/

Þarna ætti að vera amk. góð lýsing og hraðahindrun og verður aldrei nógu oft brýnt fyrir krökkum að ganga ekki yfir fyrr en allir bílar séu stopp, í stað þess að horfa á græna eða rauða kallinn á ljósinu.

Nauðsynlegt fyrir öryggi barna og allra

Slysagildra og þörf á hraðahindrun til að hindra hraðakstur.

Fyrir öryggi barna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information