Girðing við Kópavogsbraut hjá Sunnuhlíð

Girðing við Kópavogsbraut hjá Sunnuhlíð

Hugmynd að fjarlægja hornhlutann af girðingunni hjá hringtorgi og gangbraut við Kópavogsbraut hjá Sunnuhlíð.

Points

Þetta er algjört blindrahorn; bílar koma hratt niður brekkuna og fara hratt fyrir hornið til að beygja til hægri inn á Kópavogsbraut. Gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk sjá ekki strax bílana þegar þeir eru að beygja til hægri, og bílarnir sjá ekki fólkið við gangbrautina nema akkúrat við þetta horn. Þetta er hættulegt horn og væri sniðugt að fjarlægja hluta af girðingunni við þessa gangbraut eða setja plexigler til að gera bílana sýnilegri.

Set þetta í "rök með" en strangt til tekið var auglýst nýtt skipulag um "Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls" https://skipulagsgatt.is/issues/2024/583 í sumar (frestur til athugasemda rann út 23. sep. sl.) og allt þetta svæði milli Þinghóls og Hamraborgar verður endurnýjað.

Hef því miður komið að slysi þarna, þar sem grindverkið hafði án efa birgt ökumanni sín á þann sem kom af hjólastígnum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information