Það vantar sparkvöll fyrir þetta svæði. Krakkar sem búa í og við Austurkór eru að fara á önnur svæði til að geta farið á næsta völl.
Löngu tímabært að við fáum sparkvöll í hverfið
Þótt ekki ætti að þurfa að kjósa um hluti sem nú þegar eru á deiliskipulagi fyrir hverfið þá virðist það þurfa til að fá einhverju framgengt. Mæli með þessari tillögu enda sjálfsagt að einn boltavöllur sé við jafn fjölmenna götu og Austurkór er.
Mjög fylgjandi þessari hugmynd, hér eru oft krakkar á götunni eða við götuna í fótbolta. Vantar einfaldlega aðstöðu fyrir þessa frísku krakka.
Algjörlega með þessu. Og það að einhver nokkur hús gátu á sínum tíma neitað fyrir sparkvöll er auðvitað út í hött. Nýr staður var síðan fundinn en hann þótti of vindasamur, á ekki neinu máli að skipta. Það er hvort sem er alltaf rok á þessu landi. Hellings pláss fyrir neðan blokkirnar út í enda Austurkórs, þar sem Búsetu er með blokkir, beint fyrir ofan golfvöllinn.
Ármann bæjarstjóri lofaði því á hverfisfundinum að það þyrfti ekki að kjósa um þetta. Hann lofaði því að völlurinn yrði tilbúinn fyrir næsta sumar og það yrði byrjað á honum fyrir áramót. Held því að fólk ætti ekki að eyða atkvæðinu sínu í þetta.
Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation